Rúnki Rokkar feitt

'Eg verð nú bara að segja þó að ég sé kjarnsýruheil Snalli að hann Rúnki er bara besti fótboltamaður heims í dag.Hann fer að líkjast mínum uppáhalds honum Maradona á fótboltavelli stöðugt meira, bara töfrar á reyks og stæla.Ef hann fer að setja hann úr aukaspyrnum líka Þá er þetta komið.'Eg neita því hinsvegar ekki að það væri ágætt ef hann myndi togna svona öggulítið ,svona 3-4 leiki frá væri fínt fyrir mína menn.Alls ekki meira því að maður vill náttúrulega sjá hann á heimsmeistaramótinu í banastuði.
mbl.is Ferguson: Rooney getur toppað Ronaldo (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The cleaning fire

Þetta með hreinsunareldinn.'Eg hef frétt hjá vinum  mínum í hel og víti að þeir séu byrjaðir blása þá með freon svo að þeir fuðri almennilega upp helvítis kapalatistarnir í afleiðuviðskiptabransanum.Allt brjálað að gera hjá þeim því Jesú er hættur að taka við 'Íslendingum í himnaríki þangað til að það er búið að semja um Icesave.Ekki að þeir vilji valda þessum jarðskjálftum en púströrið tekur bara ekki við öllum þessum 5000. köllum sem brenna upp í fírverkinu hjá sóturunum sem eru bara undirverktakar frá Póllandi sem þáðu vinnu í gegnum atvinnumiðlun sem lofaði "hot blowjob" og handhægir fýsibelgir
mbl.is Lagði hald á líkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fannstu boltana?

Það er gott að menn eru byrjaðir að éta hafragrautinn sinn Wenger faðir en við viljum nú ekki spila við okkur sjálfa í 8 .liða úrslitum.Þá yrði annað liðið aldrei nema skugginn af sjálfum sér.Hálaunaðir appelsínudrengir væru okkur meira að skapi.Það er lið sem spilar í nýþvegnum taubleyjum sem alltaf er gaman að mæta.En það er gott að það er kominn sláturtíð hjá gamla og hann er hættur að horfa á Leiðarljós í miðjum heyönnum,Það er líklega krabbameinsátakinu að þakka.Hann hefur verið að þreifa og fundið að það rynni en blóð í kúlurnar!
mbl.is Wenger vill mæta United eða Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notendavæn tussa

Þetta minnir mig á vinnufélaga minn í rafmagninu.Sá er afar hallur undir kvenkynið en hefur hinsvegar hina megnustu andúð á hárvexti á svæðinu eftirsótta.Einu sinn þegar við vorum að vinna við frekar flókið verk kom yfirmaður hans sem hafði þó nokkrar áhyggjur af því að sá Portúgalski gæti unnið þessa vinnu sómasamlega og útlistaði í löngum ræðuvaðal hvernig verkið skyldi nákvæmlega unnið.Að því búnu fannst honum sá Portúgalski ekkert sérlega uppnæmur yfir skýringum sínum og hvæsti"Skilur þú þetta"Skilur þú hvað ég var að segja!"Leit þá Portúgalinn loks upp og sagði rólegur"JáJá"Sleikja fyrst og ríða svo!" og fór vann verkið óaðfinnanlega!.
mbl.is Snyrti sig undir stýri og ók á
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Vondi fótboltamongólítinn og leirflónið litla með sápukúluheilann

'Eg hef engar áhyggjur af Ryan hinum unga tárin þorna.'Eg hef meiri áhyggjur af Tony Pulis skuli vera að þjálfa fótboltalið.Maðurinn ólst upp hjá fjölskyldu þar sem pabbinn var í óreglu og uppeldismóðir hans vann sem meindýraeyðir.Pulis segir sjálfur frá í ævisögu sinni"How to play football without even kicking the ball" hvernig hann dundaði sér sem ungur drengur við að stinga flugur með títuprjónum og steikja þær yfir kertaloga og þegar hann pissaði á sig af æsingi yfir því að fá að fara með mömmu sinni á rottuveiðar.Rotturnar sem hann veiddi lifandi kreisti hann til bana þangað til að augun sprungu út og lét svo blóðið renna yfir andlit sér.Einu samskipti hans við föður sinn voru þegar sá gamli æfði sig í löngum innköstum með drenginn þegar hann var orðin leiður á því að sparka í hann.Maður veltir því fyrir sér hvort hann með þennan bakgrunn sé rétti maðurinn til að kenna ungum mönnum leikinn góða.
mbl.is Stoke-menn í sambandi við Ramsey
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

'Eg er fábjáni

'Eg er fábjáni.Mér líður eins og fábjána þar af leiðandi hlýt ég að vera fábjáni.Þegar ég les fréttir á mbl þá kemur gjarnan svona fábjánasvipur á mig.'Eg reyni að hugsa eins og allir hinir sem lesa mbl og hugsa ekki eins og fábjánar en þá líður mér bara verr og verð bara fábjáni sem líður illa.Stundum kemst ég að niðurstöðu í einhverju en hún næstum alltaf vitlaus.Og þá skifti ég um skoðun í hvelli til að vera méð rétta niðurstöðu bara til uppgvötva að allir hinir eru allir hinir eru komnir aðra niðurstöðu og ég er aftur að henglast með niðurstöðu fábjánans.Stundum reyni ég komast að niðurstöðu og skifta strax um til að vera með sömu niðurstöðu og allir hinir bara í smástund.Þá eru allir hættir með gömlu niðurstöðuna sem var undan niðurstöðunni sem ég fékk áður en flytti mér fram um eina niðurstöðu og en fábjánalega langt frá réttu niðurstöðunni.Þannig nú er hættur.'Eg er fábjáni.'Eg er svo frábær fábjáni að ég ætti að vera á listamannalaunum við það.En því miður þá kemst ábyggilega enginn að þeirri niðurstöðu nokkurn tímann
mbl.is Áforma ekki fleiri fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Terry jústerar síratið en Wayne er spinnegal

Terry á alveg örugglega eftir að pota honum inn á morgun.Hann er snillingur í að koma hljóðlaust og þenja möskvana þegar vörnin gleymist.Það er eins og hann sjái gatið í vörninni betur enn aðrir menn.Wayne er hinsvegar alltaf á kantinum og kemst sárasjaldan inn á miðjuna og þó hann sjái gjá opnast þar þá nýtir hann sér hann það ekki og lætur aðra um að setja hann.Terry hinsvegar er sigurverari og klárar alltaf.Það munu margir koma í jarðarförina hans en það mun enginn gráta.
mbl.is Terry og Bridge mætast á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illkvittna púkahornslúðrið frá ljóta manninum með fótrakavandamálið

Vondi ljóti maðurinn sem hvíslar að mér allskonar slúðri úr skuggalegum hornum sagði mér í dag að Eiður Smári væri farinn að taka varamannaferil sinn svo alvarlega að hann væri hættur að æfa fótbolta heldur stundaði nú meðgöngujóga af krafti til að stirðna ekki af álagi á mjóhrygginn.Sama illkvittna kvikyndi hvíslaði líka að mér nú á áðan að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur því Rauðhnappur væri að byrja að venja hann við því greinilega hafi sést í síðasta leik að varamannabekkurinn hafi staðið 30 cm nær vellinum en í leiknum á undan.

'Eg og Maradona

Þetta er bölvuð vitleysa.Mamma mín tróð í mig látlaust mat fyrstu tvö á ævinnar.Auðvitað af ást af því ég var aumingi og hún hélt að hún gæti bjargað lífi mínu með að að troða mig fullann af rjóma og allskonar fitujukki.'Eg hafði varla frið til að kúka því um leið og hún sá mig gera mig líklegan til þess þá tróð hún upp mig heimagerðu feitmeti.Afleiðingin var að um tveggja ára leit ég út eins og innmatur úr belju.Það þurfti alltaf halda mér uppi á höndunum til að sjá andlitið því annars var ég bara eins og deigklessa sem dottið hafði ofan í rusladall.Þá kom Baldur gamli barnalæknir á FSA og sagði við hana að nú gengi þetta ekki Annað hvort yrði að hreyfa barnið eða það yrði að varanlegum aumingja vegna hreyfingarleysis og fitu.Svo mamma keypti fótbolta og setti hann við hliðina á mér.Þá fór ég náttúrulega að gráta því ég hélt að þetta væri tvíburabróðir minn. En svo lagaðist það og ég fór að hreyfa mig með bolta og afleyðingin var sú að 5.ára leit ég út eins og Maradona lítur út í dag.Rétt rúmur meter og 28.kg.Síðan hefur ferill okkar verið svipaður nema hann spilaði með aðeins betri knattspyrnuliðum og lítur út eins ég þegar ég var fimm ára í dag en ég eins og Beckham langar að líta út nema skinnið á mér ekki eins og litabók.
mbl.is Of þung strax við tveggja ára aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundaklifberahönnuðir með harðar hægðir

140.km hraða! og lenti á ljósastaur!!Er ekki í lagi með þetta lið sem hannar þetta.Svo er talað um að það sé hættulegt að keyra mótórhjól.Þetta fólk er að renna sér litlum undirskálum með engum bremsum.Þetta er helvítis sjónvarpsáhorfið og fyllibytturnar á alþjóðanefndunum sem valda þessu.Þeim er alveg sama um allt nema brennivín og mellur.
mbl.is Keppandi lést á æfingu á ÓL í Vancouver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson
Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson
maðurinn sem fann upp strákústinn og snarttengið og samdi flesta textana fyrir Queen
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 29386

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband