'Eg og Maradona

Þetta er bölvuð vitleysa.Mamma mín tróð í mig látlaust mat fyrstu tvö á ævinnar.Auðvitað af ást af því ég var aumingi og hún hélt að hún gæti bjargað lífi mínu með að að troða mig fullann af rjóma og allskonar fitujukki.'Eg hafði varla frið til að kúka því um leið og hún sá mig gera mig líklegan til þess þá tróð hún upp mig heimagerðu feitmeti.Afleiðingin var að um tveggja ára leit ég út eins og innmatur úr belju.Það þurfti alltaf halda mér uppi á höndunum til að sjá andlitið því annars var ég bara eins og deigklessa sem dottið hafði ofan í rusladall.Þá kom Baldur gamli barnalæknir á FSA og sagði við hana að nú gengi þetta ekki Annað hvort yrði að hreyfa barnið eða það yrði að varanlegum aumingja vegna hreyfingarleysis og fitu.Svo mamma keypti fótbolta og setti hann við hliðina á mér.Þá fór ég náttúrulega að gráta því ég hélt að þetta væri tvíburabróðir minn. En svo lagaðist það og ég fór að hreyfa mig með bolta og afleyðingin var sú að 5.ára leit ég út eins og Maradona lítur út í dag.Rétt rúmur meter og 28.kg.Síðan hefur ferill okkar verið svipaður nema hann spilaði með aðeins betri knattspyrnuliðum og lítur út eins ég þegar ég var fimm ára í dag en ég eins og Beckham langar að líta út nema skinnið á mér ekki eins og litabók.
mbl.is Of þung strax við tveggja ára aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Þorsteinn

Það var nú með mig að mamma sagði að ég hefði verið alger bolti þegar ég var lítill. En nú í dag 33 árum seinna er ég að berjast við að ná á mig kílóum til að líta ekki út eins og anorexíusjúklingur...

Ég borða og borða og held svo áfram að borða en það er eins og ekki sjáist högg á vatni. Núna er ég 185 sentimetrar á hæð en 77 kíló, grannur eftir því...

Það er lítið að marka þessa fræðinga ef miðað er við okkur tvo.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 13.2.2010 kl. 21:10

2 identicon

Ég átti í þessum vandræðum sem þú ert í Ólafur en síðan byrjaði ég að taka hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu með vini mínum sem er búinn að vera í lyftingum lengi og ég brendi strax alla fitu og þyngdi mig um 15 kg af vöðvum er núna 182 á hæð og 88kg og hef aldrei verið sáttari!

Bjarni (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 22:18

3 identicon

En þetta tekur samt sinn tíma þú nærð svakalegum framförum fyrst en þetta tekur samt alveg 1-2 ár að ná þessum árángri flestir halda að þetta taki bara nokkra mánuði og æfa með vitlausu prógrammi og hætta að æfa vegna þess að þeir eru ekki að ná neinum framförum. En ekki fara of mikið á hlaupabrettið það virkar ekki treystu mér.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Flottar upplýsingar Bjarni, takk takk

Ólafur Björn Ólafsson, 13.2.2010 kl. 23:22

5 identicon

'Eg veit ekki drengir en held að þetta séu genin.Rögnvaldur vinur minn Hvanndal lifir næstum því eingöngu á kokteilsósu.Það er að segja hann setur viðmiðið við kokteilsósu og borðar ekkert hollara en það. Og ekki verður honum misdægurt nokkurn tímann né fitnar meira en horloðna.Pabbi gamli er horaðri en Belsen-kirchen gyðingur og hefur þó verið fóðraður á sama fæði og ég var fyrstu ár ævinar.

þorsteinn skjóldal (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 00:03

6 identicon

Þetta með feit ungbörn er ekki bara fæðið, heldur líka genatískt og það hefur verið vitað í áratugi ef ekki hundruði ára að einstaklingar sem voru feitir sem ungbörn berjast við fituvandamál sem fullorðnir, en þá er bara að hreyfa sig meira. Þetta eru engin vísindi. En skemmtileg lýsing hjá þér Þorsteinn!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 10:33

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill! hehe... ég var alveg kringlóttur frá 2ja ára til 4ra ára aldurs. Þá léttist ég og hef verið að reyna að þyngjast alla ævi síðan...ég trúi ekki á fæðuvísindi af neinu tagi. Bara rugl...

Sortera hollan mat og óhollan. Hvað veit einhver hvað er óhollt? Fólk á bara að vera ánægt að það sé til matur þó ekki sé verið að blanda vísindum inn í mataræðið líka.

Mikið vildi ég vera feitur svo ég gæti tekið mér frí frá mat. Leiðinlegasta sem ég geri er að éta mat og bara hvað sem er...bara tímaeyðsla.

Óskar Arnórsson, 14.2.2010 kl. 23:46

8 identicon

"Hvað veit einhver hvað er óhollt?"

Tjah. Ég held að ég geti nú sagt það með nokkurri vissu að fyrir löngu sé búið að sýna fram á hvað sé óhollt að leggja sér til munns.

Annars eru þessi "fæðuvísindi" verulega einföld. Þú borðar x margar kaloríur á dag og þú brennir x mörgum kaloríum á dag.

Þannig að ef þú vilt borða óhollt án þess að fitna þá hreyfir þú þig bara þeim mun meira á móti. Ef þú nennir ekki að hreyfa þig, þá borðar þú minna.

Jón Flón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:32

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég hreyfi mig ekkert meira enn nauðsynlegt og hef aldrei gert. ét eins og hestur og fitna ekki neitt. Einn milljarður fólks á plánetunni sem er að deyja úr hungri, gefur líklegast skít í svona snobbvísindi eins og hvað séu margar kaloríur í hvaða mat.

Ég get ekki séð að skipti nokkru máli fyrir neinn. Það er nóg til af gerfivísindum um nákvæmlega ekki neitt.

Matarvísindi eru ein af svona tískuvísindum og venjuleg hundalógik. Ef fólki finnst það of þungt eða feitt, hættir það bara að borða svona mikið.

Ég aftur á móti borða til að þyngjast eða til að verða ekki enn léttari. Án árangurs. Ef eitthvað er í alvöru óhollt, af hverju er þá ekki sá matur bannaður?

Það er miklu auðveldara að léttast fyrir þá sem þess þurfa, enn að þyngjast.

Óskar Arnórsson, 15.2.2010 kl. 00:57

10 identicon

Strákar - hafið þið látið skoða í ykkur skjaldkirtilinn? Miðað við þessar lýsingar á það við nokkra ykkar, því ekki eruð þið unglingar með of hraða brennslu (af því er virðirst). Stundum skiptir það bara ekki máli hvað maður borðar of mikið ef maður á við skjaldkirtilsvandamál að stríða.

P.s. ég er ekki læknismenntaður og ef ekki kunnáttu til þess að greina sjúkdóma, þetta virtist bara lýsa því sem ég hef séð hjá öðrum með slík vandamál

Karl (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 13:07

11 Smámynd: Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson

Nú er konan að fasta eftir helgina.'Eg er búinn að éta allt saltkjötið sem átti að vera á sprengidag,flestar bollurnar sem voru afgangs í vinnunni og er að klára úr ískápnum hérna heima.Hvað er þessi skjaldkirtill?Hafið þið smakkað hann?Mér langar að éta minn.

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 15.2.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson
Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson
maðurinn sem fann upp strákústinn og snarttengið og samdi flesta textana fyrir Queen
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 29415

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband