7.11.2009 | 09:20
Það eru rollur upp í súlum (eða hrútar!)
Var upp í Súlum við Akureyri í gær á tilgangslausu ráfi með byssuna mína.Þar sem ég var að hökta í þokunni sunnan meginn í stóra stalli ákvað ég að stoppa aðeins og bora í nefið á mér.Eru þá ekki 2.hrútaskrattar á rindanum þar sem hann gengur niður á klöppina.Sællegir eins og framsóknarmenn að nefndarstörfum.Annar goltóttur og hinn hvítur að mestu, gæti hafa verið baugóttur.Sem guði sé lof var föstudagur í dag og ég því ekki timbraður og neyddist því til að trúa mínum eiginn augum.'Eg fór því og kíkti á þá aðeins betur og þeir voru drullufitt og fínir.Höfðu greinilega fundið eitthvað gott að éta þarna á rindanum því þeir voru búnir að krafsa upp flestar þúfur.Þetta voru því engir pizzustrákar því að eins og flestir vita er stærstur hluti fjallendis 'Islands snjólaus og því algjörlega ónauðsynlegt að grafa eftir gotteríinu.'Eg rölti svo upp á milli súlanna og suður eftir bungum og uppundir einbúa og þar sá ég tvo fálka eða sama fálkann 2.svar og svolitið af rjúpum sem við vorum báðir að reyna að gera okkar.Þær unnu enda notuðust þær við heilbrigða skynsemi og földu sig í þokunni meðan við beitum höfðinu og það veit aldrei á gott.Allaveganna ekk ií mínu tilviki sem er fullvel útilátið að magni miðað við gæði.'Eg ætla bara að vona að þeir (hrútanir) verði ekki fyrir slysaskoti um helgina Þegar hinir mörgu og misvelheppnuðu stríðsmenn malbiksins renna þarna um með þreföld skotfærabelti og vopnaðan vígahug.Köttur undir stýri,ók útí mýri,missti af ævintýri
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.