31.10.2009 | 19:50
4.ára besseviser og vart meðalgreindur faðir
Stubburinn minn 4.ára situr við tölvuna og er inná leikjaneti að spila leik.
"FOKK maður!!"Heyrist allt í einu koma úr munni litla mannsins um leið slegið er á brjóst sér.
"Hvað er þetta" segi ég varstu að segja ljóta orðið."Ekki er ég nú viss um jólasveininum líki að heyra svona þar sem hann er í fjallinu að fylgjast með góðu börnunum"
"har er allt í lagi" heyrist þá í þeim litla "hann skilur 'etta ekki". 'Eg sagði þetta tæmsku"
Auðvitað er maður bara orðstola eftir svona samskipti.Mátaður af 4.ára patta.
Uppruni orðsins var að þegar við vorum í Svíþjóð í sumar var ég að útskýra fyrir honum að eins og íslendingar töluðu 'Íslensku. Þá töluðu Svíar sænsku og Bretar ensku o.s.fr. Þá sagði hann"og útlendingar tala tæmsku" og afgreiddi málið.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 29542
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.