23.10.2010 | 22:32
Arsenal ætíð, alltaf, að eilífu.
Á morgun kl. 16.00 munu litlu Snallanir mínir mæta bling hetjunum með tíkarspenanna frá Manchester borg.Guð er ekki í spes stuði þessa dagana en Allah er mikill og látið einn af sínum uppáhaldssonum hafa l af peningum til að leika sér í Champion manager.Svo er herlegheitunum stjórnað af Ítölskum kantlímara með gelfíkn.Nú er ég þannig skapi farinn að ég get skitið á mig lyftu án þess að það böggi samvisku mína hvaða áhrif það hefur á samborgara mína sem við mig njóta samvista minna.Á morgun hinsvegar er allt undir.Ef hver einasti af mínum litlu Snöllum kemur ekki froðufellandi út á völlinn er þetta ekki lengur á vetur setjandi.Þá förum við og snúum eitthvað af þessum stubbum eins og um særðar stokkendur sé um að ræða.Kjaftæði og afsakanir hætta núna.Við viljum þetta City drasl í jörðina og eyðimerkursand yfir.Arsenal lengi lifi!!
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.